Afmælishátíð Rótarýklúbbssins

fimmtudagur, 18. mars 2021

Elísabet S. Ólafsdóttir



Rótarýklúbbur Mosfellssveitar átti 40 ára afmæli 17. mars og var haldinn glæsileg afmælisveisla hjá Vigni Kristjánssyni í veislusal í Lágmúlanum. 50 gestir mættu og komust færri að en vildu, vegna sóttvarnarreglna.
Meðal gesta voru sex stofnfélagar, Guðmundur Bang, Hilmar Sigurðsson, Davíð Atli Oddsson, Georg Tryggvason, Örn Höskuldsson og Sveinn Frímannsson. Á myndini má sjá stofnfélagana ásamt Elísabetu S. Ólafsdóttur forseta Rótarýklúbbs Mosfellsbæjar.
Söngvaranir Davíð Ólafsson, Stefán Helgi Stefánsson ásamt Helga Má Hannessyni skemmtu gestum eins og þeim einum er lagið.
Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.