Góður gestur á Rótarýfundi í Mosfellsbæ

þriðjudagur, 7. febrúar 2023

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar fékk til sín góðan gest frá Vökudeild Landsspítalans. Elín Ögmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Vökudeild og starfsmaður í sjúkraflutningateymi Vökudeildar sagði okkur frá sínu mikilvæga starfi.  Vökudeild Landsspítalans heldur á fjöreggi forelda sem eiga fyrirbura eða börn sem þurfa sérstaka umönnun m.a. í flutningum á milli sjúkrahúsa. Auk hins mikilvæga starfs á Vökudeild þar sem eru okkar viðkvæmustu börn, fyrirburarnir er hún í teyminu sem sér um sjúkraflutninga barna á milli staða í Reykjavík, til Grænlands og Svíþjóðar.

Elín Ögmundsdóttir heimsótti Rótarýklúbb Mosfellssveitar.