Samskiptaverðlaun

þriðjudagur, 5. nóvember 2019

Sigríður Johnsen

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar hefur um árabil veitt nemendum í 4. árgangi Lágafellsskóla viðurkenningu fyrir framúrskarandi hæfni í samskiptum.

 



Á vorönn heimsækir fullltrúi frá Rótarýklúbbnum skólann, gengur í bekkina og fræðir nemendur stuttlega um starfsemi Rótarý og það mannúðarstarf sem hreyfingin rekur um allan heim.  Ræðir um hjálpsemi, vináttu, trúmennsku og mikilvægi þess að þjálfa sig í að setja sig í annrra spor  og vera góður í samskiptum. 

Nemendur taka þátt í umræðum  þar sem rætt er um hvað skiptir mestu máli þegar kemur að samskiptahæfni.

Síðan fer fram leynileg kosning þar sem hver nemandi velur þann sem hann telur sýna framúrskarandi hæfni í samskiptum.  Kennarar og aðrir starfsmenn skólans taka einnig þátt í kosningunni.

Á skólaslitum að vori eru svo þeir nemendur sem flest stig fengu kallaðir upp á svið og forseti Rótarý  afhendir þeim veglegan áritaðan skjöld.

Verðlaunahafar vorið 2019 ásamt Auðbjörgu Friðgeirsdóttur, forseta Rótarýklúbbs Mosfellssveitar og Sigríði Johnsen fyrrv. skólastjóra Lágafellsskóla.