RC Mosfellssveit

Founded Sunday, May 31, 1981
Club 9809 - District 1360 - Charter number

Úr sögu Rótarýklúbbs Mosfellssveitar

Rótarýklúbbur Mosfellssveitar var stofnaður 17. mars 1981. Stofnfélagar voru 22 en í upphafi starfsárs 2019-2020 voru klúbbfélagar 42 talsins.

Nýr klúbbur fæðist.

Aðdragandinn að stofnun klúbbs okkar var sá að Jón Jóhannsson hafði verið búsettur í Ólafsvík og verið Rótarýfélagi þar. Hann flutti í Mosfellssveit og hóf að kanna hvort þar væri starfandi Rótarýklúbbur.

Jón Gunnlaugsson, félagi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness, sem þá var umdæmisstjóri, greip hugmyndina og gengust klúbbfélagar hans fyrir stofnun klúbbs okkar á 10 ára afmælisári sínu. Er Rótarýklúbbur Seltjarnarness því móðurklúbbur okkar.

Félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness reyndust okkur mjög vel og tóku virkan þátt í uppeldi afsprengisins. Fræddu þeir okkur um Rótarýhreyfinguna og ýmis önnur mál og voru ólatir við að mæta á fundi hjá okkur og halda þar erindi. Hefur verið gott samband milli klúbbanna síðan.

Þegar klúbburinn var stofnaður var meðalaldur félaga innan við fjörutíu ár og taldist lágur.

Systurklúbbur R.kl. Mosfellssveitr er R.kl. Grafarvogs. Klúbbarnir hafa haldið sameiginlegan jólafund.

Mannbætandi starf.

Það er á margan hátt þroskandi og gefandi að vera félagi í Rótarýklúbbi.

Samskiptin við félagana á fundum og ekki síður við ýmis önnur tækifæri hafa eflt vináttu sem er og verða mun öllum félögum dýrmæt er fram líða stundir.

Eru endurminningar frá samverustundum hinn dýrmæti fjársjóður sem hægt er að ganga í er kemur fram á ævina.

Á föstum fundum okkar sem eru haldnir fyrstu og þriðju viku hvers mánaðar, eru yfirleitt fyrirlesarar sem hafa flutt fræðandi erindi um alla skapaða hluti. Höfum við félagarnir oft komið margs vísari heim af klúbbfundum og öðlast aukinn skilning á störfum annarra en eitt af markmiðum Rótarý er að efla skilning og vináttu manna á milli og ekki síst efla skilning og virðingu fyrir störfum hver annars, m.a. þess vegna halda félagarnir í klúbbi sínum erindi um starfsgrein sína.

Rótarýlundurinn.

Rótarýklúbburinn okkar fékk stóra spildu ofan við kjúklingabúið að Teigi til trjáræktar árið 1990. Þar höfum við plantað út alls konar trjám og runnum á hverju ári. Á vorin er mætt í Rótarýlundinn og þar tekið til hendinni.

Gróðursettar eru nýjar plöntur, borið er á og klipptar til þær plöntur sem hafa aflagast eftir vetrarveðrin.

Þetta er hin besta skemmtun. Við höfum maka, börn og aðra fjölskyldumeðlimi með okkur. Allir hjálpast að við að bera áburð á plönturnar, hreinsa grasið frá nýgræðingnum og dreifa plöntum til þeirra sem best handleika skóflurnar.

Á þessum 30 árum sem landið er búið að vera í umsjá Rótarýklúbbs Mosfellssveitar hefur verið gaman að sjá árangurinn sem birtist okkur í hvert sinn sem við förum þar um. Þessar ferðir okkar í lundinn eru ógleymanlegar. Þær enda alltaf með grillveislu og skemmtilegum uppákomum.

Samskiptaverðlaun.

R.kl. Mosfellsbæjar hefur um árabil veitt einum nemanda hvers 4. bekkjar Lágafellsskóla samskiptaverðlaun, fyrir framúrskarandi hæfni í samskiptum.

Á vorönn heimsækir fullltrúi frá Rótarýklúbbnum skólann, gengur í bekkina og fræðir nemendur stuttlega um starfsemi Rótarý og það mannúðarstarf sem hreyfingin rekur um allan heim.  Ræðir um hjálpsemi, vináttu, trúmennsku og mikilvægi þess að þjálfa sig í að setja sig í annrra spor  og vera góður í samskiptum. 

Nemendur taka þátt í umræðum  þar sem rætt er um hvað skiptir mestu máli þegar kemur að samskiptahæfni.

Síðan fer fram leynileg kosning þar sem hver nemandi velur þann sem hann telur sýna framúrskarandi hæfni í samskiptum.  Kennarar og aðrir starfsmenn skólans taka einnig þátt í kosningunni.

Á skólaslitum að vori eru svo þeir nemendur sem flest stig fengu kallaðir upp á svið og forseti Rótarý  afhendir þeim veglegan áritaðan skjöld.

Members

Active members 33
- Men 11
- Ladies 22
Paul Harris Fellow 15
Club guests 0
Honorary members 9
Other contacts 10

Address

Leirvogstunga 4
270 Mosfellsbær
Iceland

mosfellssveit@rotary.is